Menu

Fréttir

Crossfit Open 2016 er hafið

Undankeppni heimsleikanna í Crossfit er hafin.  Crossfit Open 2016 er stærsta keppni á heimsvísu og eru nú hátt í 300.000 þátttakendur frá 189 þjóðlöndum.  Undankeppnin stendur yfir í 5 vikur, 5 WOD sem allir taka, RX eða skalað.  Eftir að Open líkur komast 40 efstu konurnar og karlarnir frá hverju svæði í næstu keppni; Regionals sem fer fram í maí í Barcelona.   Heimsleikarnir sjálfir fara svo fram 19 - 24 júlí í Californiu. 

Read more...

Nóg að gera hjá Sporturum

Það hefur verið nóg að gera hjá Sporturum það sem af er árinu. Mikil aðsókn á grunnnámskeiðin okkar og iðkendur í framhalds- og sporthópum hafa verið að æfa vel. Alltaf gaman að sjá iðkendur ná árangri og bæta persónuleg met í WOD-um og lyftingum.

Þjálfararnir okkar hafa einnig verið að gera það gott. Þurí fór til Englands og keppti á Athlete Games. Hún stóð sig frábærlega vel og hafnaði í öðru sæti, aðeins tveim stigum á eftir sigurvegaranum. Ingunn keppti í ólympískum lyftingum á RIG og setti þar Íslandsmet í sínum aldursflokki þegar hún lyfti 88kg í jafnhendingu. CrossFit leikarnir fóru fram í lok janúar og tóku fjölmargir Sportarar þátt. Davíð Björns gerði sér lítið fyrir og vann mótið. Þar að auki áttum við fjöldann allan af keppendum á palli í hinum ýmsu flokkum.

Framundan er 'The Open', sem er undankeppni CrossFit heimsleikanna í sumar. Við hvetjum alla til að taka þátt. Ávalt hefur myndast stórgóð stemning og fjör á þessum tíma ársins.

Þurí á Athlete Games

Davíð á CrossFit leikunum

Ingunn á RIG

 

Read more...
Subscribe to this RSS feed