Menu

Aðstaðan

Heimkynni CrossFit Sport eru í húsakynnum Sporthússins í Kópavogi. Umhverfið er eins og best verður á kosið og aðstæður hreint frábærar jafnt innan dyra sem utan. Góðar hlaupaleiðir eru í næsta nágrenni og úti erum við einnig með upphífuslár. Æfingar eru sérstaklega skemmtilegar á sumrin því þá erum við mikið úti við, enda gengur þá svæðið okkar jafnan undir nafninu Costa del CrossFit Sport.

CrossFit Sport býður upp á tvo stóra sali með þeim tækjum og tólum sem þarf til að stunda CrossFit. Ketilbjöllur, lyftingastangir, lóð, upphífuslár og róðravélar, svo eitthvað sé nefnt.. Við höfum einnig aðgang að sal með skólahreystibraut þar sem krakkarnir og unglingar njóta sín.  Í Sporthúsinu er einnig heitur pottur og gufa þar sem hægt er að slaka á eftir góða æfingu.

Á vef Sporthússins er hægt að skoða báða salina okkar. Hér er hægt að skoða minni salinn og hér er hægt að skoða stærri salinn.

CrossFit Sport er fyrsta CrossFit stöðin á Íslandi, leiðandi í gagnrýnni hugsun og þróun á þjálfunaraðferðum CrossFit sem líkamsræktar fyrir venjulegt fólk. Framúrskarandi fagleg og persónuleg þjónusta. Heilbrigð forgangsröðun: Heilbrigði á líkama og sál kemur fyrst, líkamleg geta kemur númer tvö, glæsilegt útlit og falleg útgeislun kemur í kaupbæti! Við horfum til lengri tíma. Ef þú vilt gera líkamsrækt að lífsstíl og ert tilbúinn til að setja þér langtímamarkmið áttu erindi til okkar. Við höfnum átakshugsun, sem er í eðli sínu varasöm skammtímalausn eins og reynsla margra sýnir.

Hreysti & sport
Allt að 6 æfingar á viku
Lyftingadagur á föstudögum
Aukaæfing á laugardögum eða sunnudögum
Aðgangur að tækjasal og opnum tímum Sporthússins
Grunnnámskeið
3 æfingar á viku
4 vikur
Markviss þjálfun
Fræðsla og ráðgjöf
Aðgangur að tækjasal og opnum tímum Sporthússins
Krakkar & unglingar
3 æfingar á viku
Markviss þjálfun
Uppbyggilegt
Skemmtilegt

Endilega sendu okkur póst ef þú hefur einhverjar spurningar um námskeiðin eða annað sem tengist CrossFit Sport: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..