Menu
Þurí á heimsleikana

Þurí á heimsleikana

Meridian Regionals fóru fram um helgina en þar kepptu þeir bestu frá Evrópu og Afríku. Þurí okkar stóð sig frábærlega og með magnaðri framistöðu tryggði hún sér farseðilinn á heimsleikana 2017.

Á heimsleikana komust einnig Annie Mist Þórisdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson og liðin frá Crossfit XY og Crossfit Reykjavík.  Nú verðum við bara að bíða og bíða fram að heimsleikunum sem fara fram fyrstu helgina í ágúst.