Menu

Crossfitleikarnir; Fréttir af Hilmari og Þurí

Crossfitleikarnir halda áfram.  Hilmar hefur nú lokið keppni.  Strax í fyrsta WOD-i tóku sig upp bakmeiðsli.  Hann náði því ekki að beita sér af því afli sem hann á til og hefði viljað. Engu að síður náði hann 2. sæti í 'Feel the Berm' WOD-inu.  Niðurstaðan í keppninni varð að lokum 18. sæti.  Frábært hjá Hilmari að vera aftur á heimsleikunum; Til hamingju Hilmar.

Þurí byrjaði mjög vel á fyrsta degi, en þá voru 3 WOD. Á öðrum degi var sjósund; 500metrar.  Þurí stóð sig mjög vel og varð 18. í sundinu og er í 18. sæti í það heila eftir 4 WOD.

Þriðji keppnisdagur, föstudagurinn 22. júlí hefst með Murph.  Stelpurnar byrja klukkan 14 að íslenskum tíma og strákarnir klukkan 15.  Annað WOD dagsins, Squat Clean Pyramid, byrjar klukkan 22:35 hjá stelpunum.  Síðasta WOD dagsins, sem ekki er búið að tilkynna hefst svo klukkan 1:05 eftir miðnætti.  

Fylgist með á games.crossfit.com og á facebook. Áfram Þurí.