Menu
Til hamingju Þurí; fer á heimsleikana 2016

Til hamingju Þurí; fer á heimsleikana 2016

Meridian Regionals er lokið.  Þurí Helgadóttir átti frábært mót og endaði mótið í 5. sæti og fer því á heimsleikana núna í sumar. Til hamingju Þurí :)

Staða 5 efstu kvennanna varð að lokum þessi:

1 (650) Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir
2 (640) Annie Mist Þórisdóttir
3 (576) Kristin Holte
4 (566) Samantha Briggs
5 (551) Þuríður Erla Helgadottir
 
Mjög svo umdeilt atvik varð í síðustu grein leikanna sem Þurí var á góðri leið með að vinna, en fékk NO-REP á síðasta kaðlaklifrið sitt sem varð til þess að hún endaði í 5 sæti í samanlögðu í stað 3ja sætis.
 
Fleiri íslenskir keppendur stóðu sig vel; Björgvin Karl Guðmundsson vann karlaflokkinn nokkuð örugglega og lið CrossFit XY lenti í 4. sæti og fer því á leikana. Katrín Tanja æfir í Bandaríkjunum og keppir í East Region og vann og mun því verja titilinn í sumar.