Menu

Kæra CrossFit Sport samfélag

Árið 2008 hittumst við Leifur Geir og fyrir tilviljun fórum við að ræða um nýjasta æðið í líkamsrækt í USA, sem gekk undir nafninu CrossFit. Stuttu síðar tóku Leifur Geir og Jónína u-beygju í sínu lífi og við opnuðum fyrstu CrossFit stöð Íslands hér í Sporthúsinu. Flest þekkið þið svo eflaust framhaldið, en eftir örstuttan tíma vissi nánast hver einasti Íslendingur fyrir hvað þessi nýja ÍÞRÓTT stóð 
og CrossFit stöðvarnar spruttu upp hver af annarri. 
 
Strax í upphafi lögðu Leifur Geir og Jónína þær línur hjá CrossFit Sport að gæði, fagmennska og framúrskarandi þjálfarar yrðu einkennandi. Þegar Sporthúsið keypti rekstur CrossFit Sport vorum við svo lánsöm að allir okkar bestu þjálfarar héldu áfram hjá okkur og síðan þá hafa enn fleiri bæst í hópinn. Annað sem er óvenjulegt við CrossFit Sport samanborið við margar aðrar CrossFit stöðvar er að það þarf ansi góðan vilja til að flokka okkur eigendur Sporthússins með virkum CrossFiturum. 
 
Til þess að stytta boðleiðir og auka enn gæði okkar þjónustu höfum við því ákveðið að færa ábyrgðina af rekstri stöðvarinnar enn frekar til núverandi starfsfólks CrossFit Sport. Þannig hefur Erla Guðmundsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri CrossFit Sport og Ingunn Lúðvíksdóttir stöðvarstjóri.  Þær hafa skipt með sér verkum og munu með aðstoð annarra starfsmanna draga vagninn og gæta þess að CrossFit Sport verði áfram leiðandi í CrossFit þjálfun á Íslandi. 
 
Kær kveðja, 
Þröstur Jón Sigurðsson
Eigandi Sporthússins og CrossFit Sport
Read more...
Subscribe to this RSS feed