- Written by CrossFit Sport
- font size decrease font size increase font size
Um okkur
CrossFit Sport var stofnað af hjónunum Leifi Geir Hafsteinssyni og Jónínu Bjarnadóttur í september 2008. Síðan þá, með aðstoð þjálfaranna í CrossFit Sport hafa hundruð Íslendinga á öllum aldri komið sér í form, grennst, eflt sjálfstraust, unnið sig úr meiðslum og búið sig undir íþróttakeppni svo fátt eitt sé nefnt. Við leggjum höfuðáherslu á öryggi og heilbrgiði, og vinnum því náið með sjúkraþjálfurum að því að greina, skilja og vinna í skjólstæðingum okkar.
Tilgangur CrossFit Sport er að efla heilsu og atgervi fólks til frambúðar með öruggri og faglegri þjálfun, sem fram fer í heilbrigðu og uppbyggilegu umhverfi.