Menu

Við bjóðum James William Goulden velkominn til starfa

Í þjálfarateymi CrossFit Sport er kominn öflugur liðsauki því James William Goulden er byrjaður að þjálfa hjá okkur.  James er vel kunnugur í CrossFit Sport því hann hefur áður starfað hjá okkur við góðan orðstír.

James er frá Englandi, en hefur búið á Íslandi síðustu 9 ár. Hann hefur margra ára reynslu í líkamsræktargeiranum og hefur m.a. tekið þátt í CrossFit mótum hér- og erlendis.  Meðal afreka eru t.d. 1. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit 2011, 8. sæti í CrossFit Open 2012 í Evrópu og 6 sæti á Evrópumótinu í CrossFit 2012.  Fyrst og fremst er þó James góður þjálfari og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Read more...

CrossFit Sportarar stóðu sig vel á Íslandsmóti eldri CrossFittara 2013

Íslandsmót eldri CrossFittara 2013 var haldið í og við salarkynni CrossFit Sport í Kópavogi dagana 26. -  27. júní.  Skráning á mótið var mjög góð og hófu 44 gallvaskir CrossFittarar keppni á fyrri degi mótsins.  Keppt var í aldursflokkunum 35-39, 40-44, 45-49 og 50+.

Read more...

Tímamót

Síðasta vika er greinilega tími hinna miklu tímamóta. Ferguson hættir, Carragher hættir, Owen hættir, Pulis hættir, Moyes tekur við United, Sigmundur Davíð verður forsætisráðherra og Bjarni Ben verður fjármálaráðherra. Að ekki sé nú minnst á sjálfan mig, sem mun nú færa mig talsvert aftar á svið CrossFit Sport, eftir fimm ótrúlega gefandi og skemmtileg ár.

Read more...
Subscribe to this RSS feed