Menu

Innanfélagsmót CrossFit Sport 2013

Laugardaginn 9. nóvember 2013 verður haldið innanfélagsmót CrossFit Sport sem eru fyrir alla korthafa CrossFit Sports!

Keppnin fer fram í CrossFit Sport og keppt verður í öllum flokkum og geta ALLIR verið með.

Þetta CrossFit mót er fyrir alla, óháð getu og aldri. Takið daginn frá!

Flokkarnir:
Undir 16
Undir 20
Open framhald
Open sport
+40
+50

WOD-in verða við allra hæfi og verður þetta án efa stórskemmtilegur dagur.  Skráðu þig til leiks og kíktu við á facebook síðu mótsins.
 

Read more...

Sagan hennar Fríðu

Fríða Dröfn Ammendrup, tölvunarfræðingur og þjálfari hjá CrossFit Sport er engin venjuleg 36 ára kona. En við hjá CrossFit Sport svo sem vissum það fyrir. Samt gat maður ekki annað en fylgst með í sérkennilegri blöndu af fullkominni vantrú og tandurhreinni aðdáun, þegar þessi hægláta og hógværa þriggja barna móðir sigldi, að því er virtist áreynslulaust, gegnum eitt erfiðasta íþróttamót sem haldið er í Evrópu á hverju ári, einstaklingskeppni Evrópmótsins í CrossFit 2013. Og lenti í 14. sæti! Og það aðeins sjö mánuðum eftir fæðingu hennar þriðja barns og erfiðrar meðgöngu sem bætti á hana heilum 20 kg! „Hvernig er þetta hægt?“ kann einhver að spyrja og til að svara því tókum við Fríðu tali.

Read more...

Við bjóðum James William Goulden velkominn til starfa

Í þjálfarateymi CrossFit Sport er kominn öflugur liðsauki því James William Goulden er byrjaður að þjálfa hjá okkur.  James er vel kunnugur í CrossFit Sport því hann hefur áður starfað hjá okkur við góðan orðstír.

James er frá Englandi, en hefur búið á Íslandi síðustu 9 ár. Hann hefur margra ára reynslu í líkamsræktargeiranum og hefur m.a. tekið þátt í CrossFit mótum hér- og erlendis.  Meðal afreka eru t.d. 1. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit 2011, 8. sæti í CrossFit Open 2012 í Evrópu og 6 sæti á Evrópumótinu í CrossFit 2012.  Fyrst og fremst er þó James góður þjálfari og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Read more...
Subscribe to this RSS feed