Menu

Fréttir

Innanfélagsmót CrossFit Sport 2013

Laugardaginn 9. nóvember 2013 verður haldið innanfélagsmót CrossFit Sport sem eru fyrir alla korthafa CrossFit Sports!

Keppnin fer fram í CrossFit Sport og keppt verður í öllum flokkum og geta ALLIR verið með.

Þetta CrossFit mót er fyrir alla, óháð getu og aldri. Takið daginn frá!

Flokkarnir:
Undir 16
Undir 20
Open framhald
Open sport
+40
+50

WOD-in verða við allra hæfi og verður þetta án efa stórskemmtilegur dagur.  Skráðu þig til leiks og kíktu við á facebook síðu mótsins.
 

Read more...

Við bjóðum James William Goulden velkominn til starfa

Í þjálfarateymi CrossFit Sport er kominn öflugur liðsauki því James William Goulden er byrjaður að þjálfa hjá okkur.  James er vel kunnugur í CrossFit Sport því hann hefur áður starfað hjá okkur við góðan orðstír.

James er frá Englandi, en hefur búið á Íslandi síðustu 9 ár. Hann hefur margra ára reynslu í líkamsræktargeiranum og hefur m.a. tekið þátt í CrossFit mótum hér- og erlendis.  Meðal afreka eru t.d. 1. sæti á Íslandsmótinu í CrossFit 2011, 8. sæti í CrossFit Open 2012 í Evrópu og 6 sæti á Evrópumótinu í CrossFit 2012.  Fyrst og fremst er þó James góður þjálfari og bjóðum við hann velkominn til starfa.

Read more...
Subscribe to this RSS feed