Menu

Fréttir

Þuríður Erla Íslandsmeistari kvenna í CrossFit 2014

Þuríður Erla Íslandsmeistari kvenna í CrossFit 2014

Þá er Reebok Íslandsmeistaramóti CFSÍ 2014 lokið. Sigurvegari í kvennaflokki varð engin önnur en Þuríður Erla Helgadóttir.  Kærlega til haminjgu Þurí með íslandsmeistaratitilinn, þú er svo sannarlega vel að honum komin!  Í karlaflokki vann með yfirburðum Björgvin Karl Guðmundsson frá CrossFit Hengli.  Til hamingju Björgvin.

Read more...
Íslandsmótið í Crossfit

Íslandsmótið í Crossfit

Íslandsmótið í Crossfit hófst í dag með Esjuhlaupi og því lýkur á morgun að loknum 8 WOD-um.  Alls 60 einstaklingar fengu keppnisrétt að lokinni opinni forkeppni.  6 CrossFit Sportarar voru þar á meðal, þau Árni Freyr Bjarnason, Davíð Björnsson, Hrund Scheving, Ragnar Ingi Klemenzson, Sandra Hrönn Arnardóttir og Þuríður Erla Helgadóttir.

Hér er hægt að skoða WOD-in og stöðu keppenda.

 
Read more...

Forkeppni fyrir Íslandsmótið í CrossFit 2014

Nú stendur yfir forkeppni fyrir Íslandsmótið í CrossFit sem haldið verður  31.október og 1.nóvember nk.  Öllum gefst tækifæri á að taka þátt í þremur WOD-um og komast þrjátíu efstu úr karla og kvennaflokki á sjálft Íslandsmótið.  Á vef CFSÍ má sjá stöðuna í WOD-unum.

U.þ.b. 25 CrossFit Sportarar eru á meðal keppenda og er útlit fyrir að þónokkrir þeirra komist á sjálft Íslandsmótið.

Read more...

ÁRSHÁTIÐ CROSSFIT SPORT

Sælir CrossFit sportarar.

Þá er komið að því, hin margrómaða árshátíð CrossFit Sport 2014 er komin með dagsetningu!! Þann fyrsta nóvember á því herrans ári 2014 verður fögnuður í sal Sporthússins (við andyri).

Æðsilegur matur, æðisleg skemmtiatriði, æðislegt fólk, æðislegir kroppar og hið margrómaða SKAUP CFS 2014 sem verður betra í ár !

Miðasala verður auglýst síðar (TAKMARKAÐUR MIÐAFJÖLDI).

Read more...

Kæra CrossFit Sport samfélag

Árið 2008 hittumst við Leifur Geir og fyrir tilviljun fórum við að ræða um nýjasta æðið í líkamsrækt í USA, sem gekk undir nafninu CrossFit. Stuttu síðar tóku Leifur Geir og Jónína u-beygju í sínu lífi og við opnuðum fyrstu CrossFit stöð Íslands hér í Sporthúsinu. Flest þekkið þið svo eflaust framhaldið, en eftir örstuttan tíma vissi nánast hver einasti Íslendingur fyrir hvað þessi nýja ÍÞRÓTT stóð 
og CrossFit stöðvarnar spruttu upp hver af annarri. 
 
Strax í upphafi lögðu Leifur Geir og Jónína þær línur hjá CrossFit Sport að gæði, fagmennska og framúrskarandi þjálfarar yrðu einkennandi. Þegar Sporthúsið keypti rekstur CrossFit Sport vorum við svo lánsöm að allir okkar bestu þjálfarar héldu áfram hjá okkur og síðan þá hafa enn fleiri bæst í hópinn. Annað sem er óvenjulegt við CrossFit Sport samanborið við margar aðrar CrossFit stöðvar er að það þarf ansi góðan vilja til að flokka okkur eigendur Sporthússins með virkum CrossFiturum. 
 
Til þess að stytta boðleiðir og auka enn gæði okkar þjónustu höfum við því ákveðið að færa ábyrgðina af rekstri stöðvarinnar enn frekar til núverandi starfsfólks CrossFit Sport. Þannig hefur Erla Guðmundsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri CrossFit Sport og Ingunn Lúðvíksdóttir stöðvarstjóri.  Þær hafa skipt með sér verkum og munu með aðstoð annarra starfsmanna draga vagninn og gæta þess að CrossFit Sport verði áfram leiðandi í CrossFit þjálfun á Íslandi. 
 
Kær kveðja, 
Þröstur Jón Sigurðsson
Eigandi Sporthússins og CrossFit Sport
Read more...
Subscribe to this RSS feed