Menu
Styrktarmót í CrossFit Sport fyrir félag krabbameinssjúkra barna

Styrktarmót í CrossFit Sport fyrir félag krabbameinssjúkra barna

Fimmtudaginn 10. maí, uppstigningardag, efnum við til styrktarmóts fyrir styrktarfélag krabbameinssjúkra barna.

Mótið er paramót  og er þátttökugjald 5000 kr á par (2500 kr á mann).  Ágóði rennur óskiptur til félagsins.

Keppt verður í Hreysti og Sport/keppnis flokki. Frjáls “pörun”: kk + kk / kk + kvk / kvk + kvk.

WODin verða þannig að allir geta verið með og svitnað fyrir góðum málstað - það má meira að segja skala ef þess þarf.

Við setjum upp “stúdíó” á staðnum og allir geta fengið af sér alvöru action mynd fyrir grammið