Menu

Undankeppni crossfit leikanna, "The Open", stendur nú yfir

HVAÐ ER OPEN-IÐ?
CrossFit Games Open er risa stór online CrossFit keppni sem stendur yfir í 5 vikur (frá 22. feb – 25. mars). Um er að ræða árlega keppni (frá því 2011) þar sem þáttakendum fjölgar með hverju árinu, en þátttakendur eru núna orðnir mörg hundruð þúsund um allan heim.

Keppnin hefur tvíþættan tilgang, annars vegar er hún nokkurskonar CrossFit festival fyrir hinn venjulega iðkanda þar sem fólk víðsvegar um heiminn tekst saman á við áskoranir gefnar út vikulega af CrossFit guðunum.. þjáist saman , PR-ar feitt saman og getur svo borið score-ið sitt saman við mörg þúsund CrossFitara um allan heim (og sjálfan sig frá árum áður).

Hinn tilgangur keppninnar er að vera undankeppni fyrir Regionals sem eru síðan undankeppnir fyrir The CrossFit Games (heimsleikana), sem haldnir verða á þessu ári í Madison, Wisconsin í USA. Það gefur augaleið að það er að sjálfsögðu algjör undantekning að fólk hafi það að markmiði að komast “upp úr” Openinu, heldur eru flestir bara með til þess að hafa gaman og skora á sjálfa sig.

Allar frekari upplýsingar og gengi okkar fólks er að finna á games.crossfit.com.