Menu

Þurí og Hilmar stóðu sig frábærlega á heimsleikunum

Heimsleikunum í Crossfit 2017 er lokið.  Okkar fólk, Þurí og Hilmar, stóðu sig frábærlega.  Þurí náði sínum besta árangri á leikunum með 18. sæti.  Hilmar náði 2. sæti í flokki 60+.  Til hamingju bæði tvö.

Öðrum íslenskum keppendum gekk einnig vel; Annie Þórisdóttir fékk bronsið og á eftir henni komu þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja í 4. og 5. sæti. Björgvin Karl hafnaði í 6. sæti í karlaflokki.  Í liðakeppni endaði Crossfit XY í 28. sæti en lið Crossfit Reykjavíkur varð að draga sig úr keppni.

Sigurvegarar leikanna voru þau Tia-Clair Toomey og Matt Fraser.

Þurí Hilmar