Menu
Meridian Regionals 2., 3. og 4. júní

Meridian Regionals 2., 3. og 4. júní

Leiðin til heimsleikanna í Crossfit heldur áfram og um næstu helgi er komið að Meridian Regionals.  Þar keppa CrossFittarar frá Afríku og Evrópu og verður Þurí þar á meðal keppenda.

Við hvetjum alla til að fylgjast með þessari æsispennandi keppni, en hægt er að fylgjast með öllu saman í beinni á games.crossfit.com.

Nú þegar hafa Katrín Tanja og Sara Sigmundsdóttir tryggt sér farseðilinn á heimsleikana.  Nú um helgina keppa svo auk Þuríar, Oddrún Eik Gylfadóttir, Annie Þórisdóttir, Björk Óðinsdóttir, Björgvin Karl Guðmundsson, Árni Björn Kristjánsson og Sigurður Þrastarson.  Í liðakeppninni: CrossFit Reykjavík og CFXY.

Fimm efstu keppendur í hverjum flokki komast áfram á heimsleikana.