Menu

Haustdagskráin að byrja hjá Sport og Hreystihópum

Mánudaginn 29. ágúst mun haustdagskráin fara af stað. Eins og alltaf verða einhverjar breytingar á milli ára, en við erum stanslaust að reyna að veita eins góða þjónustu og við getum og nýta plássið, búnaðinn og aðstöðuna eins vel og hægt er.

Á mánudag munum við taka upp nýtt nafn fyrir Framhaldsþjálfunina og mun það prógram hér eftir heita Hreysti. Það er mun meira lýsandi fyrir prógramið og meira í stíl við nafnið Sport. Hreystiprógramið er fyrir fólk sem æfir CrossFit fyrst og fremst til að auka hreysti en iðkar það ekki sem “íþrótt” á meðan Sportprógramið er fyrir þá sem vilja æfa íþróttina/sportið CrossFit hvort sem það vill keppa eða ekki. Tímataflan hefur nú verið uppfærð með haustdagskránni.

Það sem er næst á dagskrá hjá okkur er SYKURLAUS SEPTEMBER og svo beint í kjölfarið af því; Innanfélagsmót - einstaklingskeppni í byrjun október, Zombie hlaup, árshátíð, 2016 CrossFit Liftoff o.fl.