Menu

Heimsleikunum er lokið; Þurí í 19. sæti, Katrín vinnur annað árið í röð

Heimsleikunum í CrossFit er lokið með sigri Katrínar Tönju Davíðsdóttur og Mat Fraser.

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir lenti í 3. sæti annað árið í röð, en fórar efstu stelpurnar í ár eru þær sömu og í fyrra, og í sömu röð.  Annie Mist Þórisdóttir varð í 13. sæti og Þurí okkar Helgadóttir endaði í 19. sæti.  Hennar besti árangur á heimsleikunum í CrossFit en í fyrra varð hún í 28. sæti og árið 2012 í 35. sæti.

Eins og áður sagði vann Mat Fraser karlaflokkinn mjög örugglega en Björgvin Karl Guðmundsson varð í 8. sæti.

Hilmar Þór Harðarson tók þátt í flokki 55 - 59 ára og endaði í 18. sæti eftir að hafa meiðst snemma í keppninni.