Menu
Meridian Regionals: Þurí byrjar frábærlega

Meridian Regionals: Þurí byrjar frábærlega

Meridian undankeppnin fyrir heimsleikana í CrossFit hófst í dag.  Þar keppa þeir bestu frá Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.  Þar á meðal er lið CrossFit Sport, sem keppir í liðakeppninni og Þuríður Erla Helgadóttir, sem keppir í einstaklingskeppninni.  

Eftir fyrsta dag af þremur er CrossFit Sport liðið í 13. sæti.  Lentu í 11 sæti í 1. WOD-i, því 20. í öðru WOD-i og í 7. í því þriðja.

Tvö WOD eru búin í einstaklingskeppninni.  Þurí stóð sig hreint út frábærlega; varð 5. í 1. WOD-i.  Hún fór svo hreint út sagt á kostum í 2. WOD-i; Regionals Nate, þar sem hún sigraði með yfirburðum og kláraði WOD-ið á tímanum: 18:54.38!  Fram til þessa hafði engin kona önnur en Þurí klárað þetta WOD á innan við 20 mínútum! Kari Pearce var svo önnur til að klára WOD-ið.  Þurí er í 3. sæti eftir 1. dag.

Allir Íslendingarnir hafa staðið sig vel; Annie Þórisdóttir er í 2. sæti og Sara Sigmundsdóttir í 1. sæti.  Hjá körlunum er Björgvin Karl í 1. sæti eftir að hafa unnið bæði WOD dagsins.

Frábær fyrsti dagur og spennandi helgi framundan.

Dagur 2

Á öðrum var keppt í þremur greinum í einstaklingskeppninni;  Þurí varð í 11. og 13 sæti í grein 3 og 4 og í síðu grein dagsins(3 umferðir af 400m hlaup 40GHD uppsetur og 7 réttstöðulyftur) varð Þurí í 4 sæti.

CrossFit Sport liðið fór upp í 11. sæti eftir að hafa m.a. unnið sinn riðil í grein 6 sem samanstóð af partner deadlifts og synchronized burpees.

Dagur 3

Þurí endaði mótið eins og hún byrjaði með frábærri framistöðu.  Varð 5 í grein 6 og var svo á góðri leið með að vinna síðustu greinina, thrusters og kaðlaklifur, en dómarinn hennar dæmi ógilt og hafnaði hún því þess í stað í 5. sæti. 

Eins og áður sagði frábær framistaða af hálfu Þuríar, sem fer á heimsleikana í CrossFit í sumar.

Lið CrossFit Sport urðu svo í 12. sæti í lok leikanna og er reynslunni ríkari.