Menu

Yfirlit að loknu The Open

Þá er The Open lokið og staðan er ljós.  Liðið okkar, CrossFit Sport, endaði í 9. sæti í Evrópu og þykir okkur það aldeilis frábært.

Að þessu sinni tóku 121 Sportari þátt, 72 karlar og 49 konur.  Hér eru listi yfir efstu 10 karla og konur í CrossFit Sport:

Karlar Konur
1 (9) Ragnar Ingi Klemenzson 1 (5) Þuríður Erla Helgadóttir
2 (14) Davíð Björnsson 2 (12) Ingunn Lúðvíksdóttir
2 (14) Sveinbjörn Sveinbjörnsson 3 (18) Sandra Hrönn Árnadóttir
4 (18) Hilmar Harðarson 4 (24) Hrund Scheving
5 (21) Daníel Róbertsson 5 (38) Ana Victoria Cate
6 (33) Garðar Karl Ólafsson 6 (39) Ásta Ósk Stefánsdóttir
7 (37) Arnar Harðarson 6 (39) Soffía Bergsdóttir
8 (45) Haukur Örn Hauksson 8 (43) Hulda Rós Blöndal
9 (56) Þórarinn Valgeirsson 9 (44) Fríða Ammendrup
10 (65) Svanþór Laxdal 10 (45) Erla Guðmundsdóttir
Skoða stigatöflu CFS fyrir karla Skoða stigatöflu CFS fyrir konur

Þurí náði frábærum árangri, en hún varð í 10. sæti í Evrópu og því 46. á heimsvísu. Alls tóku 77.123 konur allar æfingarnar óskalaðar eða skalaðar.  Ragnar Ingi varð í 50. sæti í Evrópu og númer 361 á heimsvísu sem er einnig frábær árangur, en alls voru 100.523 karlar sem kláruðu allar æfingarnar 5 óskalaðar eða skalaðar.

Næsta skref er Regionals sem fer fram á Spáni, nánar tiltekið Madrid helgina 27. - 29. maí.