Menu

Heimsleikunum lokið; Þurí í 28 sæti. Katrín Tanja sigraði!

Heimsleikunum í CrossFit er nú lokið.  Þuríður Erla vann sér inn keppnisrétt á leikunum með eftir að hafa lent í 5. sæti á Evrópuleikunum í vor.

Þetta er í 2. skipti sem Þurí tekur þátt í einstaklingskeppninni, en 2012 endaði hún í 35. sæti.  Í ár lenti Þurí svo í 25. sæti og stóð sig m.a. frábærlega vel í sprett þrautunum þar sem hún tók 2. og 6. sætið.  Til hamingju Þurí!

Það var mat margra að leikarnir í ár hafi verið þeir erfiðustu hingað til.  Greinarnar voru margar, erfiðar og oft styttri tími á milli WOD-a.  Það stöðvaði þó ekki Íslendingana sem stóðu sig hreint út sagt frábærlega vel.  Ragnheiður Sara leiddi keppnina lengi vel með Katrínu Tönju fast á hælunum.  Í lokagreininni hafi svo Katrín betur og sigraði.  Katrín Tanja er því hraustasta kona í heimi 2015.  Árangur Ragnheiðar Söru er einnig frábær, en hún var að taka þátt á heimsleikunum í fyrsta sinn.  Sara lenti í 3ja sæti.  

Björgvin Karl kom flestum á óvart með sinni framistöðu.  Hann vann m.a. Murph wod-ið örugglega og endaði að lokum í 3ja sæti.  

Annie Mist þurfti því miður að draga sig úr keppni skv. læknisráði en hún lenti í vökvaþurrð og ofhitnun í Murph.

Sannarlega frábær árangur hjá Íslendingunum