Menu

Innanfélagsmót CrossFit Sport laugardaginn 22. nóvember

Skráning á  innanfélagsmót CrossFit Sport er nú hafin geta allir iðkendur tekið þátt.  Skráning stendur út fimmtudaginn 20. nóvember og eru allir hvattir til að skrá sig og vera með.  

Þetta mót hentar ÖLLUM. Hugsaðu þetta bara sem hressa laugardagsæfingu og smá áskorun að taka meira en 1 wod. Opinn flokkur er fyrir alla sem vilja taka wod rx (ósköluð) óháð aldursflokki. Skalaður flokkur er fyrir 39 ára og yngri og flokkarnir 40+ og 50+ eru skalaðir flokkar fyrir þá aldurshópa.

Sendið skilaboð á Erlu eða Ingunni ef þið hafið einhverjar spurningar.

Sjáumst á laugardaginn :)