Menu

Undankeppni Íslandsmótsins lokið

Undankeppni Íslandsmótsins í CrossFit er nú lokið.  Fjöldi CrossFit Sportara tók þátt og enduðu alls 9 þátttakendur í top 30 í karla og kvennaflokkum.  Til hamingju með það.

Sigurvegarar urðu Björgvin Karl Helgason frá CrossFit Hengli og Ragnheiður Sara frá CrossFit Suðurnes.  Þeir CrossFit Sportarar sem hafa öðlast þátttökurétt á Íslandsmótinu eru eftirfarandi:

Daði Hrafn Sveinbjarnarson, Árni Freyr Bjarnason, Davíð Björnsson og Ragnar Ingi Klemenzson

Þuríður Erla Helgadóttir, Ingunn Lúðvíksdóttir, Sandra Hrönn Arnardóttir, Hrund Scheving og Erla Guðmundsdóttir

Öll úrslitin má finna hér.