Menu

Gengi CrossFit Sport liðsins á heimsleikunum 2014

Lið CrossFit Sport er nú í þriðja sinn á heimsleikunum í CrossFit.  Eftir að hafa unnið Europe Regionals halda þau Davíð, Daði, Fríða, Ingunn, James og Þurí sem Evrópumeistarar á heimsleikana 2014.

Í fyrsta skipti í sögu heimsleikanna hófst liðakeppnin á miðvikudegi með wod-i sem nefnist The Beach; Liðin áttu að synda með 'rescue sled' þrjár umferðir, sú fyrsta um 230m, næsta u.þ.b. 500m og að síðustu 230m.


Liðið tilbúið í fyrsta WOD: The Beach


The Beach

Það var við öllu að búast í þessu wodi, það gæti farið mjög illa en líka vel. Við gátum í rauninni ekki undirbúið okkur neitt fyrir það. Við gerðum smá strategiu um hvernig við ætluðum að raða okkur á rescue sleðann en þar var planið að fremstu tveir myndu synda skólabaksund, þeir í miðjunni bringusund og öftustu tveir skriðsund.

Það sem við töldum mikilvægast var að taka sprett í byrjun og reyna komast framhjá hinum liðunum en það voru 15 lið í hverju heat-i. Það gekk ekki alveg nógu vel en við vorum frekar aftarlega í kösinni í byrjun en smátt og smátt söxuðum við á liðin. Það sem var verst í þessu wodi var að í byrjun þegar öll liðin voru í klessu í sjónum þá vorum við að fá spörk í okkur og sum okkur kyngdu mikið af sjó.

En fljótlega varð þetta betra. Ef einhverjum var byrjað að líða illa í sinni stöðu þá tókum við skiptingu og allir færðu sig um einn stað til vinstri. Fyrsti hringurinn var 230m eftir hann þurftum við að hlaupa smá spöl á ströndinni og koma okkur svo aftur í sjóinn en fyrsti kaflinn var erfiðastur þegar við vorum að reyna koma okkur framhjá öldunum.

Seinni hringurinn var stærstur eða tæplega 500 metrar, þegar við komum úr honum var einn 230m hringur eftir. Í honum vorum við rétt á eftir nokkrum liðum og settum okkur markmið um að ná næsta liði fyrir framan okkur. Við náðum þeim áður en við komum að baujunni og þá var lítið eftir, en parturinn að ströndinni var léttastur þar sem öldurnar gátu flotið okkur áfram. Við náðum svo tveimur liðum á leiðinni til baka en þá tók við endasprettur í sandinum.

Við enduðum í 21 sæti í þessu wodi sem er góð byrjun á keppninni og við erum mjög sátt með daginn. Þurí

Liðið endaði sem fyrr sagði í 21 sæti á tímanum 36:04.46 og fékk fyrir það 45 stig.

YouTube Horfa á The Beach WOD-ið
Endaspretturinn


Allir sáttir eftir sundið og Dave Castro með á mynd :)

Fylgist með CrossFit Sport liðinu á Facebook | #teamcrossfitsport


Á föstudaginn heldur liðakeppnin áfram með eftirfarandi dagskrá:

6-Mile Relay Run

Á tíma:
2 karlar hlaupa 2 mílur (u.þ.b. 3,2km)
2 konur hlaupa 2 mílur
1 karl og ein kona hlaupa 2 mílur

Þetta er boðhlaup og má því ekki leggja af stað fyrr en báðir aðilar klára sínar 2 mílur

YouTube Horfa á boðhlaupið
Endaspretturinn hjá Davíð og Þurí


Davíð og Þurí áttu frábæran endasprett í boðhlaupinu


Frantasy Land

Á tíma:
Kona 1 klárar 21-15-9 endurtekningar af:
- 30kg thrusters
- Pull-ups
Kona 2 klárar 15-12-9 endurtekningar af:
- 34kg thrusters
- Chest-to-bar pull-ups
Kona 3 klárar 12-9-6 endurtekningar af:
- 43kg. thrusters
- Bar muscle-ups
Karl 1 klárar 21-15-9 endurtekningar af:
- 43kg thrusters
- Pull-ups
Karl 2 klárar 15-12-9 endurtekningar af:
- 52kg thrusters
- Chest-to-bar pull-ups
Karl 3 klárar 12-9-6 endurtekningar af:
- 61kg thrusters
- Bar muscle-ups

YouTube Horfa á Frantasy land
Riðill 2: CrossFit Sport


Frantasy land

Big Bob 100

Allir liðsmenn ýta Big Bob 100 yarda(tæpir 92m)
Þetta WOD fer fram strax á eftir Frantasy land

YouTube Horfa á riðil 2 í Big BOB 100


1RM Deadlift

3 karlar fá 6 mínútur til að lyfta eins þungu og hver getur. Skorið er samanlögð þynd bestu lyftu hvers og eins

3 konur fá 6 mínútur til að lyfta eins þungu og hver getur. Skorið er samanlögð þynd bestu lyftu hvers og eins

YouTube Horfa á Deadlift WOD-ið
Riðill 2: CrossFit Sport


Team CrossFit Sport

Big Bob 200

Allir liðsmenn ýta Big Bob 100 yarda(tæpir 92m) og aðra 100 yarda til baka
Þetta WOD fer fram strax á réttstöðulyftunni

YouTube Horfa á Big BOB 200 WOD-ið
Team CrossFit Sport eftir Big BOB 200


Sleðinn stóri, Big BOB, sem vó um 1000 pund


Triples Chipper

Fyrst klára 3 karlar og strax á eftir 3 konur:

Á tíma, aðeins einn vinnur í einu:
- 50 medicine ball cleans (68kg/36kg)
- 50 muscle ups
- 100 handstand push-ups


Squat Burpee

Allir 6 liðsmenn:
3 umferðir á tíma af:
- 30 hnébeygjur með Orminn á öxlum
- 30 burpees yfir Orminn

Worm Sprint

Allir 6 liðsmenn:
Á tíma:
- Liðsmaður 1 klárar 100 yarda sprett (uþb. 94.5m)
- Liðsmaður 2 klárar 100 yarda sprett
- Liðsmaður 3 klárar 100 yarda sprett
- Liðsmaður 4 klárar 100 yarda sprett
- Liðsmaður 5 klárar 100 yarda sprett
- Liðsmaður 6 klárar 100 yarda sprett
100 yarda Ormasprettur

Worm Sprint WOD-ið fer fram strax á eftir Squat Burpee WOD-inu.