Menu

NPFL ferðasaga Davíðs og Þurí

Hér er ferðasaga Davíðs Björnssonar frá því í apríl 2014 þegar hann, ásamt Þuríði Erlu Helgadóttur, fór til Boston í Bandaríkjunum.  Tilgangur ferðarinnar að taka þátt í undankeppni á vegum NPFL.  Þ.e.a.s. keppnin var fyrir þá sem vilja komast að í liði í þessari nýstofnuðu fitness deild.  Að þessu sinni fór Þurí sem þátttakandi í keppninni, en Davíð sem sérlegur aðstoðarmaður!  Lesið frásögn Davíðs...

Þriðjudaginn 29. apríl lögðum við Þurí af sað frá Íslandi og var förinni heitið til Boston þar sem fram fór svokallað ‘combine’. Það eru úrtökumót fyrir þá sem vilja komast að í liði í NPFL; National Pro Fitness League. Þessi deild er nýstofnuð og verða a.m.k. 8 lið til að byrja með sem munu samanstanda af 8 konum og 8 körlum auk varamanna. Þetta var fjórða og seinasta úrtakan, en önnur combine fóru einnig fram í Atlanta, Dallas og Los Angeles.  Um 20 konur og 20 karlar komast svo úr hverju combine í loka úrtöku sem fer fram í Las Vegas þann 16. júní.

Á miðvikudeginum heimsóttum við Katrínu Tönju í CrossFit New England, þar sem hún hefur verið að æfa seinustu vikur. Við tókum nokkur event sem verða á Regionals eftir rúma viku. Ben Bergeron heitir eigandi CFNE og hann er m.a. þjálfari Chris Spealler, Beccu Voight og Michele Letendre. Lið CFNE vann heimsleikana 2011 og var í 2. sæti í fyrra. Við eyddum öllum deginum í CFNE, en þannig er venjulegur dagur hjá Katrínu og stelpunum sem hún er að æfa með. Þær mæta yfirleitt um morguninn taka æfingu, fara svo að borða taka svo aðra æfingu hvíla sig smá og taka jafnvel þriðju æfinguna seinni partinn. Við ákváðum að kíkja aftur niður í CFNE á fimmtudeginum. Katrín og fleiri tóku event 6 sem er ógeðslegur chipper en við breyttum honum í parachipper, þar sem við skiptum endurtekningunum á milli eins og við vildum. Við hittum svo Chris Spealler, Michele Letendre og Gretchen Kittelberger sem voru að mæta til að undirbúa sig fyrir Regionals og fá leiðsögn hjá Ben. Á leiðinni heim var svo farið í Whole Foods og svo nærðum við okkur og skipulögðum hvernig morgundagurinn færi fram.

Við vorum mætt kl. 7 í höllina morguninn eftir á keppendafund þar sem Tony Budding kynnti lauslega NPFL og svo hvernig helgin færi fram. En þarna réðum við okkur alveg sjálf og vorum við búin að gera plan fyrirfram um hvað Þurí myndi gera á þessum degi. Þarna fékk hún tækifæri til að sýna styrkleika sína og mátti því alveg velja hvaða æfingar hún myndi taka. Það sem var í boði var t.d. að finna mestu þyngd í ýmsum lyftum og svo að framkvæma eins margar endurtekningar og hún gat af ýmsum fimleikaæfingum á 90 sek. Þurí náði 75kg í snörun og 93kg í overhead hnébeygju. Það var mikið stress í þessum æfingum þar sem það voru allar stelpurnar að byrja á lyftingagreinunum og við fengum bara um 3 mínútur á lyftingapallinum. Næst fórum við í C&J þar sem við höfðum nægan tíma því það var aðeins búið að fækka konunum sem voru á lyftingapöllunum. Þar náði Þurí að bæta sig og lyfti 97,5 kg sem var 2,5kg bæting.

Við tókum okkur svo ágæta hvíld og fórum í hádegismat en Þurí var ekki mjög ánægð með matinn en boðið var upp á hamborgara og pulsur, en við höfðum með okkur nesti og vorum með nóg af hnetusmjöri, sem betur fer ;)

Eftir hádegi voru það fimleikaæfingarnar, þar byrjaði hún á muscle ups. Í upphitun sáum við að þetta voru mjórri hringir en eru vanalega notaðir í CF keppnum og var hún því mjög óstöðug á þeim. Hún náði samt sem áður 13 MU á 90 sek. Næst voru það C2B upphífingar, þar sem hún náði 47 endurtekningum á 90 sekúndum. Eftir smá hvíld fór hún í hanstöðugöngu þar sem henni gekk mjög vel. Hún fór 50 metra á 60 sekúndum sem er 20 metra bæting frá því á æfingu. Seinasta fimleikaæfingin sem hún tók voru handstöðuarmbeygjur, hún náði 42 endurtekningum á 90 sekúndum sem var aðeins undir markmiðinu en hún var líka orðin þreytt eftir langan dag. Að lokum var það svo æfing sem samanstóð af 5 umferðum af 12 power cleans og 6 S2OH, þar náði hún að bæta sig um örfáar sekúndur og við vorum því mjög sátt eftir daginn.

Fljótlega var svo kvöldmatur þar sem Tony Budding tilkynnti hverjir kæmust á sunnudaginn í race-in. Þurí og Katrín voru auðvitað valdar áfram.

Laugardeginum var svo varið í CFNE, þar sem við tókum æfingu með Katrínu og fleirum þekktum crossfitturum, þ.á.m. Chris Spealler, Michele Letendre og Gretchen Kittelberger. Við tókum Hang Snatch, event 8 af regionals, sem er 49 upphífur og 7 OHS, styrktarwod fyrir dauðar HSPU og að lokum var tekið EMOM until failure þar sem maður átti að velja 2 veikustu æfingarnar sínar úr chippernum í einstaklingskeppninni af regionals og taka 10-15 reps á hverri mínútu til skiptis þar til maður gat ekki meira. Þessu sleppti Þurí og mobbaði frekar til að halda sér ferskri fyrir morgundaginn. Kvöldinu var svo eytt í að horfa á race-in úr þeim combinum sem voru búin.

Svo var komið að aðaldeginum; sunnudeginum. Við vorum mætt kl. 8 á keppendafund þar sem Tony Budding útskýrði hvernig race-in færu fram. Við horfðum svo á hin liðin fyrir hádegi og gátum slappað smá af. Þurí og Katrín Tanja voru ekki fyrr en kl. 15 í tveim bestu liðunum og því aðal race-inu, þar sem öll stærstu nöfnin voru. Fyrsta race-ið var réttstöðulyftur og pistols þar sem endurtekningum fækkaði alltaf en þyngdin jókst. Annað race-ið voru þungir thrusterar 100/62kg, 40 stk. á hvort kyn, nokkurn vegin samtaka, en endurtekningarnar máttu ekki vera nema einu repsi frá. Þannig ef konurnar eru komnar í 8 reps og karlarnir gerðu 10. endurtekningu væri sú 10. dæmd ógild.

Race 3,4,5 og 6 voru eiginlega alveg eins, bara 2 umferðir með 30 sekúndna pásu eftir time cappið, fyrst karlar og svo konur. Í því var einnar handar OHS með KB, HSPU, Muscle Up og Power snaranir. Næsta race var svo skemmtileg útgáfa af snörunar stiga, þar hafði liðið 7 mínútur til að rúlla 8 keppendum í gegnum brautina. Það mátti byrja hvar sem er og einungis reyna einu sinni við hverja stöng og aldrei mátti fara til baka á léttari stöng. Hér taldi hversu mikið liðið lyfti í heildina en ekki þyngsta lyftan. Race 8 var svo bara kaðlaklifur þar sem liðið átti að klára 18 venjuleg kaðlaklifur, 12 legless rope climbs og 6 L-sit rope climbs sem reyndist erfitt fyrir mjög marga! Race 9 og 10 voru svo eins nema fyrst karlar og svo konur. Í því voru deadlift, T2B, DB push press, DU og DB snatch. Seinasta wodið var mjög spennandi relay wod þar sem allir í liðinu voru í einni æfingu og svo var það bara sprettur í gegn. Þar endaði wodið á 2*145kg C&J. Hægt að sjá nánari útskýringar á wodunum hér: http://profitnessleague.com/2014/05/02/boston-combine-race-descriptions/

Liðið hennar Þurí sigraði race-ið. Fljótlega eftir race-in fórum við svo í kvöldmatinn og tilkynnt var hverjir kæmust til Las Vegas í drafts. Þurí og Katrín komust báðar.

Seinasta daginn í ferðalaginu fórum við á æfingu í Reebok CrossFit One þar sem Austin Malleolo var með æfinguna. Eftir æfingu kíktum við með Katrínu og fleirum í höfuðstöðvar Reebok þar sem þær fengu Nano 4.0!

Eftir það var ferðinni haldið á flugvöllinn í næturflug heim til Íslands.

Höfundur: Davíð Björnsson