Menu

Grunnnámskeið

Featured
Grunnnámskeið er nauðsynlegur undirbúningur fyrir framhaldsþjálfun hjá  CrossFit Sport. Rík áhersla er lögð á að kenna fólki að gera helstu æfingar sem við notum í CrossFit, að líkamsbeiting sé rétt og að fólki sé hjálpað yfir erfiðasta hjallann með stigvaxandi álagi.

Grunnnámskeið er fyrir þá sem ekki hafa æft CrossFit áður, bæði þá sem eru að byrja í líkamsrækt eftir langt hlé og hina sem eru í þokkalegu formi. Álagið verður lagað að þörfum hvers og eins þannig að allir fái tækifæri til að bæta þrek sitt umtalsvert.

 

Lengd: 4 vikur, 3 æfingar í hverri viku, auk tveggja sunnudagsæfinga seinni hluta námskeiðsins.

TILBOÐ - TVEIR MÁNUÐIR Á VERÐI EINS 1 mánuður á grunnnámskeiði + 1 mánuð í framhaldstíma á aðeins 19.990 kr.

Staðsetning: Sporthúsinu, Dalvegi 9-11, 201 Kópavogi.

Sjá kort

Skráning: Þú getur skráð þig og fengið nánari upplýsingar í gegnum vef Sporthússins,eða í afgreiðslu Sporthússins s. 564 4050.

Innifalið:

 • 12 kennslustundir/æfingar í réttri líkamsbeitingu og öruggri æfingatækni,
 • 3 aukaæfingar seinni hluta námskeiðsins
 • Markviss undirbúningur fyrir framhaldsþjálfun hjá CrossFit Sport
 • Aðgangur að Sporthúsinu og öllu því sem þar er boðið upp á,
 • Fræðsla og ráðgjöf eftir þörfum hvers og eins.

Líkamsrækt hjá CrossFit Sport sker sig úr:

 • CrossFit Sport er fyrsta CrossFit stöðin á Íslandi, leiðandi í gagnrýnni hugsun og þróun á þjálfunaraðferðum CrossFit sem líkamsræktar fyrir venjulegt fólk. 
 • Framúrskarandi fagleg og persónuleg þjónusta
 • Heilbrigð forgangsröðun: Heilbrigði á líkama og sál kemur fyrst, líkamleg geta kemur númer tvö, glæsilegt útlit og falleg útgeislun kemur í kaupbæti!
 • Við horfum til lengri tíma. Ef þú vilt gera líkamsrækt að lífsstíl og ert tilbúinn til að setja þér langtímamarkmið áttu erindi til okkar. Við höfnum átakshugsun, sem er í eðli sínu varasöm skammtímalausn eins og reynsla margra sýnir.
 • CrossFit Sport er eina CrossFit stöðin sem aðgreinir þá sem vilja stunda CrossFit sem líkamsrækt, frá hinum sem líta á CrossFit sem íþrótt eða áhugamál.  Þannig þjónum við betur mismunandi markmiðum þess breiða hóps einstaklinga sem æfir hjá okkur.
 • Við störfum náið með sjúkraþjálfara til að bæta stöðugt gæði og innihald þeirrar þjálfunar sem við bjóðum upp á, og til að greina og laga líkamlega kvilla þeirra sem byrja að æfa hjá okkur áður en þeir verða að vandamáli.
 • Einstakur hópur vel menntaðra þjálfara. Kíkið á þjálfarasíðuna okkar því til staðfestingar.
 • Aðstaðan hefur allt til alls, bæði í tækjabúnaði, salarkynnum, afnot af aðstöðu Sporthússins og einstakri útiaðstöðu í hjarta Kópavogsdalsins, fjarri allri bílaumferð.
 • Aðgangur að sérhönnuðum gagnagrunni CrossFit Sport sem heldur utanum árangur þinn og gerir þér kleift að fylgjast með framförum þínum á kerfisbundinn hátt.
 • Heilbrigður fjölskylduandi, sem lýsir sér m.a. í fjölda para sem æfir hjá okkur, unglingaæfingum og krakkaæfingum.
 • Fjöldi skemmtilegra uppákoma allt árið um kring, okkur skortir aldrei skemmtilegar hugmyndir!

 

Last modified onMonday, 12 September 2016 13:30
Rate this item
(0 votes)
back to top